Skip to main content
All Posts By

Margrét Baldursdóttir

Styrkir til grunnrannsókna

Eftir Fréttir

Stjórn Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á
brjóstakrabbameini. Áætlað er að veita allt að 15 milljónum króna í styrki á árinu 2023.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi við íslenska háskóla og
rannsóknastofnanir geta sótt um styrk. Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á
brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa né til ferðalaga.

Umsóknareyðublað og almennar upplýsingar um útfyllingu umsóknar má nálgast hér á hér á heimasíðunni.

Umsókn skal senda á netfangið styrkir@gongumsaman.is fyrir lok dags þriðjudagsins 5. september
2023. Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.

Styrkir eru veittir skv. áherslum félagsins og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna.
Göngum saman getur óskað eftir frekari upplýsingum og/eða farið fram á að umsækjendur kynni
verkefni sín áður en endanleg ákvörðun um styrkveitingu er tekin. Stjórn Göngum saman áskilur sér
rétt til að ákveða skiptingu styrkja, sem og að hafna öllum umsóknum.

Úthlutun styrkja fer fram í október en sá mánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini

Reykjavíkurmaraþonið nálgast

Eftir Fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023 fer fram 19. ágúst. Fjórar vegalengdir verða í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Að venju gefst þátttakendum kostur á að styrkja gott málefni með áheitasöfnun.

Göngum saman er eitt þeirra félaga sem hlauparar geta valið að styrkja og hefur maraþonið verið mikilvæg fjáröflunarleið síðustu ár.

Við hvetjum alla velunnara Göngum saman til að skrá sig á hlaupastyrkur.is og safna áheitum á Göngum saman.

Sjá nánar um vegalengdir og skráningargjald hér.

Minnumst Gunnhildar á mæðradaginn

Eftir Fréttir
Á mæðradaginn  minnumst við Gunnhildar Óskarsdóttur með göngu frá Háskóla Íslands.
Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést.
Við ætlum að heiðra minningu hennar og gleðjast yfir öllu því sem hún fékk áorkað.
Hittumst á Háskólatorgi kl. 11, sunnudaginn 14. maí.  Þar verða nokkrir styrkþega Göngum saman og kynna verkefni sín og
Vigdís Hafliðadóttir  mun flytja lag sitt Kæri heimur, lag barnamenningarhátíðar í ár.
Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörnina í Hljómskálagarði. Guðný Aradóttir leiðir gönguna.
Mætið í gleðina og takið vini með.
Nýir höfuðklútar með merki Göngum saman verða til sölu á  Háskólatorgi fyrir og eftir göngu.

Stjórn Göngum saman

Eftir Fréttir

Á aðalfundi Göngum saman 2023, sem haldinn var í Hannesarholti 3. maí, var Linda Björk Ólafsdóttir kjörin formaður félagsins til tveggja ára.

Stjórn Göngum saman skipa nú:

  • Linda Björk Ólafsdóttir, formaður
  • Friðrika Harðardóttir, varaformaður
  • Helena Þórðardóttir, gjaldkeri
  • Margrét Baldursdóttir, ritari
  • Þórdís Anna Oddsdóttir, meðstjórnandi
  • Ragnhildur Vigfúsdóttir, varamaður
  • Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, varamaður

 

Aðalfundur Göngum saman 2023

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman 2023 verður haldinn í Hannesarholti miðvikudaginn 3. maí kl. 17.30.

Dagskrá:

  1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
  2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  3. Kosning stjórnar og varastjórnar.
  4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.
  5. Ákvörðun árgjalds.
  6. Önnur mál.

Reykjavíkurmaraþon forskráningu lýkur 16. apríl

Eftir Fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023 fer fram 19. ágúst. Fjórar vegalengdir verða í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þann 17. apríl hækkar skráningargjald svo það er um að gera að skrá sig fyrir þann tíma. Sjá nánar um vegalengdir og skráningargjald hér.

Að venju gefst þátttakendum kostur á að styrkja gott málefni með áheitasöfnun.

Göngum saman er eitt þeirra félaga sem hlauparar geta valið að styrkja og hefur maraþonið verið mikilvæg fjáröflunarleið síðustu ár.

Við hvetjum alla velunnara Göngum saman til að skrá sig á hlaupastyrkur.is og safna áheitum á Göngum saman.

Gunnhildur Óskarsdóttir fallin frá

Eftir Fréttir

Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman, lést á heimili sínu að morgni 17. mars.

Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. mars kl. 13.

Við minnumst Gunnhildar með virðingu og þökk fyrir allt hennar framlag til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Þeim sem vilja minnast Gunnhildar er bent á flipann Styrkja félagið hér efst á síðunni.

 

 

Göngur – breyttur tími í Reykjavík

Eftir Fréttir

Mánudaginn 27. febrúar hefjast göngur á ný í Reykjavík og nú á breyttum tíma. Við ætlum að ganga kl. 17.30. Fyrsta gangan hefst við Hallgrímskirkju eins og fyrir áramót. Á facebook síðu Göngum saman má svo sjá hvaðan gengið verður hverju sinni.

Á Akureyri er að venju gengið á þriðjudögum kl. 17. Fylgist með þriðjudagshóp GS á facebook til að fá nánari upplýsingar.