Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Kaffifundur og fyrirlestur um hamingjuna

Eftir Fréttir

Laugardaginn 16. janúar n.k. kl. 10:30 – 12:00 býður Göngum saman félögum sínum til morgunverðarfundar í húsnæði Ljóssins, Langholtsvegi 43.

Erna Magnúsdóttir forstöðumaður mun kynna starsemi Ljóssins. Síðan verður boðið upp á morgunverð og fyrirlestur um hamingjuna sem Anna Jóna Guðmundsdóttir sálfræðingur mun halda.  

Óskað er eftir að þátttakendur greiði 1000 kr. í kaffisjóð, sjá auglýsingu í pdf skjali.

Kaffifundur.pdf

Göngum saman buffin í Afríku

Eftir Fréttir

Í byrjun desember fór Hulda Ólafsdóttir ásamt fleiri konum til Tanzaníu. Við undirbúning ferðarinnar óskaði Hulda eftir að hitta konur til að fræðast um fullorðinsfræðslu. Í ferðinni hittu þær hóp kvenna sem fyrir tæpu ári síðan höfðu stofnað með sér formlegan hóp en markmið hópsins er að konurnar styðji við hver aðra og kenna hver annarri að sauma í þeim tilgangi að selja og afla sér tekna.

Íslensku og afrísku konurnar áttu langt, fróðlegt og mjög skemmtilegt tal undir berum himni. Undir lok fundarins færðu íslensku konurnar þeim afrísku Göngum saman buff en Mímir-símenntun gaf buffin og styrkti þannig bæði Göngum saman og gladdi þennan skemmtilega hóp afrískra kvenna. Konurnar voru mjög ánægðar með gjöfina og voru ekki síst hrifnar af því að á Íslandi væru konur með svipuð markmið og þær sjálfar þ.e. að konur styðja konur þótt það sé á ólíkum sviðum.

Göngum saman þakkar Mími-símenntun fyrir stuðninginn og Huldu og stöllum hennar fyrir að koma þessu í kring. Það er ánægjulegt að sjá flottu buffin okkar á höfðum þessara flottu kvenna.

HugurAx styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

HugurAx (www.hugurax.is) hefur í gegnum árin styrkt góðgerðar- og líknarmálefni með ýmsum hætti. Það er trú fyrirtækisins að takmörkuðum fjármunum sé betur varið fari þeir á einn stað í stað margra og veitir HugurAx því einn styrk í lok hvers árs, í stað þess að veita marga smærri styrki yfir árið.

Í ár er það Göngum saman og sameiginleg Jólaúthlutun Reykjavíkurdeildar Rauðakrossins, hjálparstarfs kirkjunnar og mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur sem hljóta styrkinn. Gunnhuldur Óskarsdóttir formaður tók við styrknum fyrir hönd Göngum saman.

Með kaupum á Avon snyrtivörum styrkir þú göngum saman

Eftir Fréttir

Avon umboðið á Íslandi styrkir Göngum saman. Við kaup á vörum frá Avon mun renna rausnarleg upphæð af hverri sölu til Göngum saman. Munið að við kaup þarf að nefna Göngum saman. Avon hefur framleitt vandaðar snyrtivörur í yfir 120 ár. Úrvalið er mikið: húðvörur, förðunarvörur, ilmvörur o.fl. Flottar jólagjafapakningar eru á tilboði nú fyrir jól. Avon, Dalvegi 16, Kópavogi (keyrt inn við Europris og innst inn í götuna)

Göngum saman kveður góðan félaga

Eftir Fréttir

Kristbjörg Marteinsdóttir félagi í Göngum saman og formaður fjáröflunarnefndar félagsins lést 11. nóvember s.l.  tæplega 45 ára að aldri.

Kittý mætti fyrst í mánudagsgöngu hjá styrktarfélaginu Göngum saman vorið 2008, þá hafði brjóstakrabbameinið sem hún hafði greinst með rúmum fjórum árum áður tekið sig upp. Hún var ákveðin í að vinna bug á því og fann að göngur höfðu góð áhrif á hana, bæði á líkama og sál. Hún fann sig í Göngum saman og mætti með glöðum hópi vinkvenna sinna og gekk með okkur vikulega á meðan hún gat. Kittý ákvað að fara i Avon gönguna í New York í okótóber fyrir rúmu ári síðan. Þar gekk hún eitt og hálft maraþon og safnaði áheitum í styrktarsjóð Göngum saman. Þessi mikla ganga var mikið afrek fyrir hana sem var í erfiðri lyfjameðferð. Á árlegri styrkveitingu Göngum saman síðar um haustið afhenti hún okkur stolt háa upphæð sem vinir og velunnarar höfðu heitið á hana, en það sem skipti félagið ekki minna máli var að hún ákvað að vera virkur félagi. Kittý vildi hafa áhrif og kom með hugmyndir og nýjar víddir inn í félagið. Hún vildi leggja sitt að mörkum til að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi og gerði það svo sannarlega. Hún var formaður fjáröflunarnefndar Göngum saman og hugmyndir hennar voru óþrjótandi. Að hennar frumkvæði mun félagið standa fyrir kvöldgöngu á safnanótt á vetrarhátíð Reykjavíkur í febrúar n.k. Það voru forréttindi að kynnast henni og við félagar hennar í Göngum saman færum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur og þökkum fyrir samfylgdina.

Styrkveiting Göngum saman árið 2009

Eftir Fréttir

Styrkveiting Göngum saman fór fram nú í eftirmiðdaginn við hátíðlega athöfn í sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins. Við athöfnina söng 10 ára stúlka, Hólmfríður Hafliðadóttir og eins tóku félagar í Fóstbræðrum lagið.

Að þessu sinni hlutu fjórir aðilar rannsóknastyrki, samtals 5 milljónir. Styrkþegar Göngum saman árið 2009 eru:

  • dr. Inga Reynisdóttir forstöðumaður á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.

  • dr. Jórunn Erla Eyfjörð prófessor í erfðafræði 
  • dr. Rósa Björk Barkardóttir klínískur prófessor á Landspítala-háskólasjúkrahúsi

  • ·Valgarður Sigurðsson doktorsnemi við HÍ      

Heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir afhenti styrkina.

Fjölmenni var við athöfnina. Myndir frá henni eru komnar í myndaalbúmið.

Styrkþegar Göngum saman árið 2009 ásamt Gunnhildi Óskarsdóttur formanni félagsins og Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra.