Skip to main content

Hvammstangi

Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga kl. 11:00 og verður gönguleið hagað eftir veðri og vindum og getu hvers og eins. Gerum ráð fyrir um klukkustundar göngu. Frítt er í gönguna og eru allir hjartanlega velkomnir. Til styrktar þessu mikilvæga málefni verður ýmis varningur til sölu á göngustað og einnig tekið við frjálsum framlögum.

Siglufjörður

Gengið verður frá versluninni Hjarta bæjarins kl. 11. Að göngu lokinni komum við saman og borðum súpu og brauð á Hótel Sigló og eigum notalega stund. Varningur til styrktar verkefninu verður til sýnis og sölu í glugga verslunarinnar Siglósport dagana á undan og þar má nálgast hann. Einnig verðum við með varninginn til sölu fyrir gönguna. Söfnunarbaukur fyrir frjáls framlög verður á staðnum.

Ólafsfjörður

Gengið verður frá Kaffi Klöru kl.11.
Að lokinni göngu getum við sest niður á Kaffi Klöru, spjallað, keypt okkur súpu og átt notalega stund saman.
Varningur til styrktar verkefninu verður til sölu á göngustað og einnig söfnunarbaukur fyrir frjáls framlög til styrktar málefninu.

Akureyri

Gengið af stað frá Lystigarðinum kl. 11:00.
Skemmtilegur varningur til styrktar grunnrannsóknum á
brjóstakrabbameini verður til sölu á staðnum fyrir og eftir göngu.