Skip to main content

Gengið í Öskjuhlíðinni í júní, fræðsluganga 28. júní

Eftir júní 4, 2010Fréttir

Í Reykjavík verður gengið frá Perlunni í júnímánuði.

Síðasta gangan fyrir sumarfrí verður 28. júní og verður sú ganga með aðeins öðru sniði en venjulega en þá mun dr. Hreggviður Norðdahl, jarðfræðingur leiða gönguna og fræða okkur um jarðsögu Öskjuhlíðarinnar. Fræðslugangan er gjaldfrjáls en tekið verður á móti frjálsum framlögum í styrktarsjóðinn. Mánudagsgöngur í Reykjavík hefjast svo aftur eftir verslunarmannahelgi.