Skip to main content

Göngum saman félagar upplýstari eftir „Vísindi á laugardegi“

Eftir mars 17, 2012Fréttir

Í dag var þriðji og síðasti fræðslufundur Göngum saman í röðinni „Vísindi á laugardegi – Göngum saman í leit að lækningu á brjóstakrabbameini“. 

Samstarfshópur á Landspítalanum um rannsóknir á brjóstakrabbameini tóku á móti félagsmönnum Göngum saman og öðrum áhugasömum og kynntu fyrir gestum rannsóknir hópsins og mikilvægi grunnrannsókna við greiningu og meðferð brjóstakrabbameina. Góður rómur var gerður að örfyrirlestrum Óskars Þórs Jóhannssonar krabbameinslæknis, Rósu Bjarkar Barkardóttur sameindalíffræðings, Aðalgeirs Arasonar líffræðings, Ingu Reynisdóttur sameinda- og frumulíffræðings og Bjarna Agnars Agnarssonar meinafræðings. Þá var gestum boðið að skoða aðstöðuna á Rannsóknastofu Landspítalans í meinafræði og ræða við starfsfólkið.

Mikil ánægja var með fræðslufundinn í dag eins og þá fyrri og vil Göngum saman þakka vísindafólkinu sem hefur gert fundina svo fræðandi og skemmtilega.