Göngum saman til Munda á Laugaveg 37 í dag

Eftir maí 2, 2012Fréttir

Hönnuðurinn Mundi hefur hannað bol og buff fyrir styrktarfélagið Göngum saman. Bolirnir og buffin verða kynnt í verslun Munda að Laugavegi 37 miðvikudaginn 2. maí milli 17 og 19. Í framhaldinu verða þeir til sölu hjá Munda og á vegum Göngum saman í viðburðum á vegum félagsins.

Mundi er vörumerki hönnuðarins Guðmundar Hallgrímssonar sem hann stofnaði árið 2007, þá tæplega tvítugur að aldri. Hann fékk inngöngu í hönnunardeild Listaháskóla Íslands ungur að árum og hefur þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall skapað sér nafn sem hönnuður listamaður í fremstu röð og hafa verk hans vakið athygli víða um heim.

Allir velkomnir.