Heitum á hlauparana

Eftir ágúst 14, 2013Fréttir

Nú þegar hafa margir sýnt stuðning í verki við Göngum saman í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem haldið verður í Reykjavík 24. ágúst n.k. Í dag hefur rúmlega 500 þúsund krónum verið heitið á þá 45 sem ætla að hlaupa liðlega 600 km til stuðnings félaginu. Takk fyrir allir saman.

Og enn er rúmlega vika til stefnu og við hvetjum alla til að taka höndum saman og styrkja félagið enn frekar með því að heita á hlauparana og hvetja þá þannig áfram. Hér má sjá lista yfir þá sem hlaupa fyrir Göngum saman og þar eru leiðbeiningar um hvernig unnt er að heita á hlaupara.