Skip to main content

Mæðradagsganga Göngum saman um allt land

Eftir maí 13, 2012Fréttir

Frábær stemming og skemmtilegar göngum um allt land. Yfir þúsund manns gengu á 13 stöðum í morgun og einn staður tók forskot á sæluna í gær þannig að það var gengið saman á 14 stöðum í ár.

Gengið var í fyrsta skipti í Reykjanesbæ og bæjarbúar tóku vel á móti Göngum saman og næstum 300 manns gengu í fínu veðri, sól og vindi en að vísu fekk göngufólk ókeypis salt-skrúbb er þau gengu meðfram sjávarsíðunni! Og á Egilsstöðum gengu um 40 manns í rigningu og strekkings vindi og snjókorn farin að falla í í lok göngu. Þrátt fyrir veðrið var góð stemming og fólk hafði gaman að. Það er ánægjulegt hve vel tókst til alls staðar þrátt fyrir að veðrið var víða erfitt og vitað er að fólk sem ætlaði í gönguna á Akureyri frá Dalvík komst ekkert. Þrátt fyrir leiðindarveður fyrir norðan tókst að fá um 100 manns út í veðrið að ganga á Akureyri.

Það voru einnig margir eða um 600 manns sem lögðu leið sína í Laugardalinn í dag þrátt fyrir kul í lofti. Mikil gleði og almenn ánægja. Það var mikið að gera á söluborðinu og bolirnir og buffin hans Munda slógu í gegn.

Göngum saman þakkar öllum sem tóku þátt í Mæðradagsgöngunni um allt land og öllu því frábæra fólki sem gerði þær að veruleika en það liggur mikil sjálfboðavinna að baki þessum vellukkuðu göngum. TAKK!

Frá Laugardalnum vinstra megin og Egilsstöðum hægra megin.

Fleiri myndir verða settar inn í myndaalbúm á heimasíðunni.