Skip to main content

MH ingar afhentu Göngum saman 250 þúsund í styrktarsjóðinn

Eftir apríl 20, 2012Fréttir

Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð afhentu í dag Göngum saman 250 þúsund krónur sem var afrakstur af góðgerðarviku í skólanum. Í góðgerðarvikunni var ýmislegt gert til að afla fjár s.s. lukkuhjóli snúið daglega, haldinn flóamarkaður og hæfileikakeppni auk þess sem nokkrir nemendur söfnuðu áheitum. Leiklistarfélag MH studdi einnig góðgerðarvikuna með fjárframlagi.

Göngum saman þakkar innilega þetta frábæra framtak og höfðinglega styrk en upphæðin fer beint í styrktarsjóð félagsins.

Á myndinni eru Gunnhildur Óskarsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir frá Göngum saman og Vigdís Perla Maak nemandi í MH sem afhenti styrkinn.