Skip to main content

Stemning og gaman í styrktargöngunum

Eftir september 8, 2008Fréttir

Yfir 1000 manns gengu saman á þremur stöðum á landinu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini í gær, sunnudag. Það var mikil og góð stemming á öllum stöðunum og fólk lét veðrið ekki trufla sig. Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem styrktu félagið með því að ganga. Einnig þökkum við öllum sjálfboðaliðunum sem gerðu þetta mögulegt með vinnu sinni svo og þeim fjölmörgu aðilum sem studdu félagið við framkvæmdina.