Skip to main content

Tombóla til styrktar Göngum saman

Eftir ágúst 21, 2008Fréttir

Þrjár ungar stúlkur héldu tombólu til styrktar Göngum saman fyrir utan heimili einnar þeirrar í Hofteignum, 12. ágúst s.l. Stúlkurnar heita Ingibjörg Ósk, Gígja og Hólmfríður. Stelpurnar söfnuðu  tæplega 12 þúsund krónum sem þær afhentu í styrktarsjóð Göngum saman. Við þökkum þeim kærlega fyrir.

 

Á myndunum sjást talið frá vinstri Ingibjörg Ósk, Gígja og Hólmfríður í Göngum saman bolum að selja

hluti á tombólunni sinni.