Skip to main content

Varðandi maraþonið á laugardaginn

Eftir ágúst 20, 2009Fréttir

Kæru félagar og þeir sem ætla að hlaupa/ganga fyrir okkur.

Hvatningastaður fyrir þá sem vilja koma og hvetja hlaupa- og göngugarpa Göngum saman verður á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og í fyrra. Von er á fyrstu hlaupurum (42 og 21 km) þarna framhjá um kl. 8:30. Hlauparar (og göngufólk) sem ætla 10 km leggja af stað kl. 9:30 úr Lækjargötunni og ættu að vera þarna 10 – 30 mínútum síðar. Það er frábært fyrir þátttakendur að fá hvatningu á leiðinni svo þið sem ekki takið þátt í hlaupinu endilega komið og hvetjið ykkar fólk.

Göngum saman þáttakendur sem ætla að fara 10 km og vilja fylgjast að sem hópur (a.m.k. til að byrja með:)) hittast í brekkunni fyrir framan MR kl. 9:00.

Kær kveðja og gleði!