Skip to main content

Styrkir 2024

Þann 28. október 2024 veitti Göngum saman 15 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Sex aðilar fengu styrk að þessu sinni:

Alda Björk Oddgeirsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins: „Æxlingar úr brjóstakrabbameinssjúklingum: Tjáning TSP-1 viðtakanna CD36 og CD47 í ólíkum undirgerðum brjóstakrabbameins“.       

Erna María Jónsdóttir, doktorsnemi við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, hlaut 3,5 milljónir króna til verkefnisins: „Utanfrumubólur með EGFR bindlum og CRISPR/Cas9 tækni sem nanólyfjaform gegn EGFR+ þríneikvæðum brjóstakrabbameinum“.

Kristrún Ýr Holm, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands, hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins: „Leit að smásameinda lífmerkjum fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina“.

Siggeir Fannar Brynjólfsson, dósent læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítala, hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins: „Hefur BRCA2 999del5 stökkbreytingin áhrif á ónæmissvar arfbera?“.

Snædís Ragnarsdóttir, doktorsnemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, hlaut 1,5 milljónir króna til verkefnisins: „Horfur sjúklinga með BRCA2 stökkbreytt og ER jákvæð brjóstakrabbamein“.

Valdís Gunnarsdóttir Þormar, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands, hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins: „Tengsl lykilpróteina og stoðvefshlutfalls í krabbameinsvef við sjúkdómsháða lifun brjóstakrabbameinssjúklinga“.

Mynd frá úthlutun styrkjanna.  Ljósmyndari Þórdís Erla Ágústsdóttir.

Frá vinstri: Valdís Gunnarsdóttir Þormar, Snædís Ragnarsdóttir, Siggeir Fannar Brynjólfsson, Kristrún Ýr Holm, Berglind Eva Benediktsdóttir leiðbeinandi Ernu Maríu Jónsdóttur og Alda Björk Oddgeirsdóttir.