Skip to main content

Hreyfing

Styrktarfélagið Göngum saman leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og sem tæki til að afla fjár til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum. Hugmyndafræði Göngum saman byggir á þremur hugtökum; grasrótinni, hreyfingu og grunnrannsóknum og þessir þættir tengjast síðan eins og þríhyrningurinn sýnir.