Skip to main content

Styrkir 2019

Þann 9. október sl.  úthlutaði Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman veitt alls rúmum 100 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins árið 2007.

Fimm aðilar fengu styrk að þessu sinni:

Hildur Rún Helgudóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 500 þúsund krónur til verkefnisins „Ummyndunaráhrif HER2 yfirtjáningar í krabbameinsframvindu“.

Ólöf Gerður Ísberg, doktorsnemi í lyfjavísindum við Háskóla Íslands, hlaut tvær milljónir króna til verkefnisins „Smásameindir í greiningu brjóstakrabbameina“.

Pétur Orri Heiðarsson, lektor við Háskóla Íslands, hlaut 2,9 milljónir króna til verkefnisins „Hlutverk óreiðusvæða fyrir virkni umritunarþáttarins FoxA1“.

Salvör Rafnsdóttir, doktorsnemi í læknavísindum við Háskóla Íslands, hlaut tvær milljónir króna til verkefnisins „Stjórnun kæliviðbragðs frumna, mat á mögulegum meðferðarmöguleika fyrir ífarandi brjóstakrabbamein“.

Stefán Þ. Sigurðsson, dósent við Háskóla Íslands, hlaut 2,6 milljónir króna til verkefnisins „Brjóstakrabbamein íslenskra karla, vægi stökkbreytinga í DNA viðgerðargenum“.

 

Mynd frá úthlutun styrkjanna.  Ljósmyndari Bára Kristinsdóttir

Frá vinstri: Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman, Stefán Þ. Sigurðsson, Hildur Kristjánsdóttir f.h. dóttur sinnar Salvarar Rafnsdóttur, Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Göngum saman, Pétur Orri Heiðarsson, Salvör Ísberg f.h. systur sinnar Ólafar Gerðar Ísberg, Hildur Rún Helgudóttir og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.