Skip to main content

Stóra gangan 2009

Árleg styrktarganga Göngum saman var gengin sunnudaginn 6. september 2009. Það var gengið á sjö stöðum á landinu, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstöðum, Höfn og Vestmannaeyjum.

Alls tóku um þúsund manns þátt í göngunni að þessu sinni. Í Reykjavík var þátttaka svipuð og árið 2008 en þar var veður með besta móti. Víða á landsbyggðinni hafði veður og aðrar ytri ástæður, s.s. réttir, nokkur áhrif á þátttöku. Á austulandi var hálfgert slagveður og kom það niður á þátttökunni þar. Þó er ljóst að Stóra gangan hefur fest sig í sessi sem viðburður sem margir kjósa að taka þátt í árlega.

Reykjavík: Gengið var um Elliðaárdal og lagt upp frá torginu við Árbæjarskóla. Í boði voru fjórar vegalengdir, 20, 10, 7 og 3 km. Göngumenn nutu ljúfra harmónikutóna þeirra Kristínar og Nönna Hlínar víðs vegar á gönguleiðinni.

Ísafjörður: Gengið var frá Gamla sjúkrahúsinu. Tvær vegalengdir, 7 og 3 km.

Akureyri: Gengið var í Kjarnaskógi og þrjár vegalengdir í boði, 8, 4 og 2,2 km.

Mývatnssveit: Gengið var frá Jarðböðunum. Val um 10, 7 og 3 km. Göngumönnum sem gengu 10 km var ekið áleiðis frá Jarðböðunum. Eftir göngu var öllum þátttakendum boðið í Jarðböðin.

Egilsstaðir: Gengið var í Selskógi og val um 6 eða 4 km.

Höfn: Gengið var frá sundlauginni þar sem göngufólki var boðið í sund eftir göngu. Tvær vegalengdir voru í boði, 7 og 3 km.

Vestmannaeyjar: Gengið var frá Tvistinum og var val um 7, 4 og 2,3 km. Tveir ungir piltar, Lúkas og Jóel Þórir, spiluðu á saxófón fyrir göngufólk. Þeir höfðu um veturinn spilað víða í bænum og safnað í sjóð sem þeir gáfu í styrktarsjóð Göngum saman að lokinni göngu.

Styrktarfélagið Göngum saman | kt. 650907-1750 | gongumsaman hjá gongumsaman.is | s. 695 5446