Skip to main content

Styrkir 2008

Árleg styrkveiting úr styrktarsjóði Göngum saman fór fram í sal Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins 23. október 2008. Þrír styrkir, samtals 4 milljónir króna, voru veittir til grunnrannsókna á krabbameini í brjóstum. Þau sem hlutu styrki voru:

Rósa Björk Barkardóttir fyrir verkefnið „Leit að nýjum genum sem hafa áhrif á sjúkdómsþróun hjá konum greindum með krabbamein í brjóstum“.

Aðalgeir Arason fyrir verkefnið „Leit að nýjum krabbameinsgenum í völdum fjölskyldum með háa tíðni brjóstakrabbameins“.

Þórarinn Guðjónsson og Magnús Karl Magnússon fyrir verkefnið „Hlutverk stofnfruma í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli“.

Við styrkveitinguna afhenti Kristbjörg Marteinsdóttir rúmlega 700 þúsund krónur í styrktarsjóð Göngum saman. Fénu safnaði hún sem áheitum er hún tók þátt í 63 km Avon göngunni í New York fyrr í mánuðinum. Einnig afhentu göngufélagar hennar frá New York tæplega 400 þúsund krónur í sjóðinn. Göngum saman þakkar þennan frábæra stuðning.

Við athöfnina í Skógarhlíðinni spilaði Ólafur Bogason menntaskólapiltur á klassískan gítar og Fóstbræður sungu nokkur lög.

Styrkþegar Göngum saman árið 2008