Skip to main content

Þann 28. október 2021 veitti Göngum saman rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Alls námu styrkirnir í ár 10,5 milljónum króna. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman veitt alls nær 120 milljónum króna til brjóstakrabbameinsrannsókna.

Fjórir aðilar fengu styrk að þessu sinni:

Dr. Kristinn Ragnar Óskarsson, nýdoktor við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, hlaut 3 milljónir króna til verkefnisins „Skoðun á breytingu í bindingu krabbameinsvaldandi stökkbrigða af FoxA1 við litnisagnir“

María Rose Bustos, meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 2,7 milljónir króna til verkefnisins „Brjóstaæxli BRCA2999Δ5 arfbera“

Snædís Ragnarsdóttir, doktorsnemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 2,3 milljónir króna til verkefnisins „BRCA2 stökkbreyting, tap á villigerðarsamsætu og meðferð“

Dr. Snævar Sigurðsson, rannsóknasérfræðingur við Lífvísindasetur Háskóla Íslands hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins „Heildstæð úttekt á gena og prótín tjáningu í brjóstastofnfrumulínu D492 í tvívíðri og þrívíðri rækt og í myndun greinóttra formgerðar og bandvefsumbreytingu“

Styrkveitingin fór fram í Hannesarholti og söng tónlistarkonan Ingibjörg Steingrímsdóttir nokkur lög við það tækifæri.

Á myndinni eru styrkþegarnir frá vinstri:

Snævar Sigurðsson, Snædís Ragnarsdóttir, María Rose Bustos, Kristinn Ragnar Óskarsson