Skip to main content

Styrkir 2018

Fimmtudaginn 11. október 2018 veitti Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 90 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins árið 2007.

Sjö aðilar fengu styrk að þessu sinni:

Anna Karen Sigurðardóttir, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands -1,5 milljón kr. til verkefnisins „Tjáning, stjórnun og virkni peroxidasins í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli“

Arsalan Amirfallah, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Role of autophagy gene VMP1 in breast tumorigenesis and resistance of HER2 positive tumors to therapy“

Bylgja Hilmarsdóttir, náttúrufræðingur á meinafræðideild Landspítala -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Hlutverk PLD2 í brjóstakrabbameinum“

Hildur Knútsdóttir, nýdoktor við Johns Hopkins háskólann -1,5 milljón kr. til verkefnisins „Meinvarpamyndun í brjóstakrabbameini rannsakað með líkönum (rannsóknarstofu- og tölvulíkön): tengsl milli arfgerðar og svipgerðar“

Marta S. Alexdóttir, meistaranemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands -2,0 milljón kr. til verkefnisins „Áhrif próteinanna BMP og lysyl oxidasa í æðakerfi brjóstakrabbameina“

 

Ólöf Gerður Ísberg, doktorsnemi í Lyfjavísindum við Háskóla Íslands -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Massagreining smásameinda í brjóstakrabbameinsvef“

Snædís Ragnarsdóttir, meistaranemi Lífeindafræði við Háskóla Íslands -2,0 milljón kr. til verkefnisins „Áhrif FANCD2 á sjúkdómshorfur og meðferð brjóstakrabbameina“