Skip to main content

Styrkir 2014

Þann 16. október 2014 veitti styrktarfélagið Göngum saman íslenskum rannsóknaraðilum á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini rannsóknastyrki að fjárhæð 10,3 milljónir króna. Með þessari styrkveitingu hefur félagið saman úthlutað alls rúmum 50 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun þess árið 2007.

Styrkurinn 2014 skiptist milli sex aðila:

Anna Marzellíusardóttir fyrir verkefnið „Leit að áhrifabreytingum í erfðaefni fjölskyldna með háa tíðni brjóstakrabbameins“. 1,8 milljón króna.
Borgþór Pétursson fyrir verkefnið „Áhrif sviperfða á lyfjanæmi í brjósta- og eggjastokkakrabbameinum“. 2 milljónir króna
Helga Þráinsdóttir fyrir verkefnið „Samspil TGFbeta og Thrombospodin-1 í æðaþeli og brjóstakrabbameini“. 1,5 milljónir króna
Jón Þór Bergþórsson fyrir verkefnið „Vefjastofnfrumur og krabbameinfrumur í brjóstkirtli: eiginleikar þeirra og lyfjanæmi“. 1 milljón króna
Ólafur Andri Stefansson fyrir verkefnið „Vægi sviperfða sem forspáþættir í brjóstakrabbameinum“. 1,5 milljónir króna
Þorkell Guðjónsson fyrir verkefnið  „Áhrif USPL1 á eðlilega virkni BRCA1 og huganlegt hlutverk í þróun brjóstakrabbameins“.  2,5 milljónir króna.