Styrkir 2017

Þann 6. október 2017 veitti Göngum saman 10 milljónir króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Styrkarfélagið hefur þá veitt alls rúmum 80 milljónum króna til rannsókna frá stofnun félagsins árið 2007.

Að þessu sinni voru fimm styrkir veittir og eru styrkþegar Göngum saman árið 2017:

  • Anna Karen Sigurðardóttir doktorsnemi við HÍ – 1 milljón til verkefnisins: ”Stýring greinóttrar formgerðar og bandvefsumbreytingar í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli
  • Berglind Eva Benediktsdóttir dósent við HÍ – 2 milljónir til verkefnisins: ”Exósóm sem nýr meðferðarmöguleiki gegn þríneikvæðum brjóstakrabbameinum
  • Elísabet A. Frick doktorsnemi við HÍ – 2 milljónir til verkefnisins: ”Hlutverk miR-190b í þróun brjóstakrabbameins
  • Inga Reynisdóttir sérfræðingur á meinafræðideild LSH – 2,8 milljónir til verkefnisins: ”Hugsanleg áhrif sjálfsátsgens í framvindu brjóstakrabbameins
  • Sigurður Trausti Karvelsson doktorsnemi við HÍ – 2,2 milljónir til verkefnisins: ”Auðkenning efnaskiptabreytinga við bandvefsumbreytingu brjóstaþekju“.

Styrkirnir voru veittir í lok 10 ára afmælisþings Göngum saman sem haldið var í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, þann 6. október 2017.