Skip to main content

Þann 23. október 2023 veitti Göngum saman 15 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Sex aðilar fengu styrk að þessu sinni:

Aðalgeir Arason, náttúrufræðingur við Landspítala og klínískur dósent við Háskóla Íslands hlaut 2,1 milljón króna til verkefnisins „Ítarleg könnun litningssvæða sem valda fjölgena brjóstakrabbameinsáhættu“.

Birta Dröfn Jónsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 2,9 milljónir króna til verkefnisins „ALKBH3 og FTO: Nýir stjórnendur á viðgerðum á tvíþátta DNA brotum í brjóstakrabbameinum“.

Erna María Jónsdóttir, doktorsnemi við lyfjafræðideild Háskóla Íslands hlaut 3 milljónir króna til verkefnisins „Marksækni sérhannaðra unanfrumubóla gegn EGFR (HER-1) jákvæðum brjóstakrabbameinsfrumulínum“.

Jens G. Hjörleifsson, lektor í lífefnafræði við Háskóla Íslands hlaut 2 milljónir króna til verkefnisins „Þróun EGFR hindrandi peptíða gegn brjóstakrabbameini: Fjölþátta nálgun“.

Snævar Sigurðsson, sérfræðingur  við læknadeild Háskóla Íslands hlaut 2 milljónir króna til verkefnisins „Nýjar aðferðir við arfgerðargreiningar á brjóstakrabbameinum“.

Valdís Gunnarsdóttir Þormar, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands hlaut 3 milljónir króna til verkefnisins „Mynstur smásameinda í brjóstakrabbameinum: Möguleg lífmerki fyrir snemmgreiningu“.

Mynd frá úthlutun styrkjanna.  Ljósmyndari Þórdís Erla Ágústsdóttir

Frá vinstri:  Linda Björk Ólafsdóttir, formaður Göngum saman, Aðalgeir Arason, Dorottya Bazsáné Csuka meðumsækjandi Aðalgeirs, Birta Dröfn Jónsdóttir, Erna María Jónsdóttir, Jens G. Hjörleifsson, Snævar Sigurðsson og Valdís Gunnarsdóttir Þormar