Skip to main content

Mæðradagsganga 2017

Styrktarganga Göngum saman fór fram á mæðradaginn, 14. maí 2017. Í ár var gengið var á 14 stöðum um land allt; Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði, Hvammstanga, Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, Vopnafirði, Neskaupstað, Reyðarfirði, Höfn, Hveragerði og Reykjavík. Þá var einnig gengið á Tenerife.

Veðrið var misjafnt eftir landshlutum og á Höfn í Hornafirði lét fólk leiðinlegt veður ekki hafa áhrif á sig og fluttu sig innandyra.

Og gleðin skein úr andlitum þátttakenda á Hvammstanga.

Svo og á Ólafsfirði, en þar gengu tæplega 30 manns í ágætisveðri.