Mæðradagsganga 2017

Styrktarganga Göngum saman fór fram á mæðradaginn, 14. maí 2017, í síðasta sinn. Gengið var á 14 stöðum á landinu og auk þess var gengið á Tenerife í ár.

Veðrið var misjafnt eftir landshlutum og á Höfn í Hornafirði lét fólk leiðinlegt veður ekki hafa áhrif á sig og fluttu sig innandyra.

Og gleðin skein úr andlitum þátttakenda á Hvammstanga.

Svo og á Ólafsfirði, en þar gengu tæplega 30 manns í ágætisveðri.