Skip to main content

Stóra gangan 2010

Styrktarganga Göngum saman 2010 fór fram sunnudaginn 5. september á sjö stöðum á landinu.

PATREKSFJÖRÐUR: Í boði voru þrjár vegalendir, 3 km, 5 km eða 7 km.

ÍSAFJÖRÐUR: Í boði voru tvær vegalendir, 3 km og 7 km.

HÓLAR Í HJALTADAL: Gengið var frá Háskólanum á Hólum og hægt var að velja um tvær vegalendir, 3 km eða 7 km. Um 65 manns „gengu saman“ í fallegu umhverfi og voru göngumenn á öllum aldri, konur og karlar. Veðrið lék við fólkið og góð stemming var í hópnum. Fyrir gönguna spiluðu þrír strákar á lúðra og kom fólkinu í göngustuð.

AKUREYRI: Það voru þrjár vegalengdir í boði. 2,2 km, 4 km og 6 km en gengið var í Kjarnaskógi.Góð þátttaka var í göngunni, tæplega 100 manns gengu í blíðskaparveðri. Anna stjórnaði upphitun og kom fólki í gang. Á föstudagskvöldinu var viðtal við Þorbjörgu Sigurðardóttur á sjónvarpsstöðinni N4, sjá hér.

REYÐARFJÖRÐUR: Í boði voru tvær vegalendir, 3 km og 5 km. Það var boðið upp á forskráningu í gönguna á föstudeginum og myndaðist þar mikil stemming. Rúmlega 100 manns skráðu sig í gönguna og gengið var í blíðskaparveðri í fallegu umhverfi.

HÖFN: Í boði voru tvær vegalendir, 3 km eða 7 km. Göngufólk hitaði sig upp fyrir gönguna undir ljúfum harmónikkutónum og síðan var gengið í blíðskaparveðri. Margir nýttu sér boð um frítt í sund að lokinni göngu.

REYKJAVÍK: Gangan hófst við Perluna og við upphaf göngunnar leiddi hljómsveitin Orphic Oxtra göngufólk niður Öskjuhlíðina. Í boði voru tvær vegalengdir, 10 km flugvallarhringur og 3,5 km um Öskjuhlíð. Kristín Valsdóttir og Nanna Hlín Ingvarsdóttir spiluðu á harmóníkkur fyrir göngufólkið. Við Perluna var leikþáttur fyrir krakkana í lok styttri göngunnar. Þegar fólk kom í mark í lok göngu tóku Orphic Oxtra á móti 3,5 km göngufólki og Kristín og Nanna Hlín á móti 10 km göngufólkinu. Mikil stemming og gaman.