Skip to main content

Styrkir 2016

Þann 12. október 2016 veitti Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Styrkarfélagið hefur þá veitt alls rúmum 70 milljónum króna til rannsókna frá stofnun félagsins árið 2007.

Sex aðilar fengu styrk á þessu sinni:

Arnar Sigurðsson, meistaranemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, hlaut 1 milljón króna styrk fyrir verkefnið „Hlutverk miðlægra kolefnisefnaskipta í bandvefslíkri umbreytingu stofnfruma í brjóstkirtli“.

Elísabet Alexandra Frick, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, hlaut 2,5 milljón krónur í styrk fyrir verkefnið „Starfsemi miR-190b í brjóstakrabbameinum“.

Gunnhildur Ásta Traustadóttir, nýdoktor við Lífvísindasetur Háskóla Íslands, hlaut 1,75 milljóna króna styrk fyrir verkefnið „Hlutverk Delta-like 1 homolog (DLK1) í greinóttri formgerð brjóstkirtils og brjóstakrabbameini“.

Helga Þráinsdóttir, meistaranemi Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, hlaut 1 milljón króna styrk fyrir verkefnið „Samspil æðaþels og brjóstakrabbameinsfruma“.

Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár, hlaut 2 milljóna króna styrk fyrir verkefnið „Líffræðilegur munur á brjóstakrabbameinsæxlum BRCA2 arfbera og kvenna án BRCA2 stökkbreytingar“.

Ólafur Andri Stefánsson, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, hlaut 1,75 milljónir króna í styrk fyrir verkefnið „TP53 (p53) og BRCA1 óvirkjun í tengslum við lyfjasvörun brjóstakrabbameinssjúklinga“.