Gangan

Styrktarganga Göngum saman 2017 fer fram á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí n.k. Við stefnum að því að fá sem flesta með okkur en í ár fögnum við 10 ára afmæli félagsins.

Gengið verður á 14 stöðum um allt land; Borgarnes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Hvammstangi, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Akureyri, Vopnafjörður, Neskaupsstaður, Reyðarfjörður, Höfn, Hveragerði og Reykjavík. Til viðbótar verður einnig gengið á Tenerife.

Nánari upplýsingar um göngu á hverjum stað má finna undir landshlutum: Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland og Suðurland. Auk þess sem nú er í fyrsta skipti gengið utan landsteinana, á Tenerife.
Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá sem flesta!

Með því að smella á landakortið er hægt að fara beint inn í viðburði Göngum saman á facebook.

Göngustaðir Mæðradagsgöngu Göngum saman í maí 2017