Skip to main content

Gangan

 

Göngum saman leggur áherslu á hreyfingu til heilsueflingar, bæði sem forvörn og til endurhæfingar. Á vegum félagsins hafa verið stofnaðir gönguhópar á nokkrum stöðum á landinu þar sem gengið er vikulega mestan hluta ársins. Þá hafa göngur einnig verið nýttar til fjáröflunar.

 

Fyrsta fjáröflunarganga Göngum saman var haustið 2007 á Seltjarnarnesi og árið eftir var gengið á Akureyri og Ísafirði auk Reykjavíkur. Göngustöðum fjölgaði ár frá ári og flestir urðu þeir 15. Fyrstu árin var gengið í byrjun september en árið 2012 var gengið á mæðradaginn og var svo eftir það. Síðasta stóra fjáröflunargangan var árið 2017.

 

 

Göngustaðir Mæðradagsgöngu Göngum saman í maí 2017