Skip to main content

Styrkir 2009

Árleg styrkveiting úr styrktarsjóði Göngum saman fór fram í sal Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins 20. október 2009. Fjórir styrkir, samtals 5 milljónir króna, voru veittir til grunnrannsókna á krabbameini í brjóstum.

Þau sem hlutu styrki voru:

dr. Inga Reynisdóttir, forstöðumaður á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, fyrir verkefnið „Eru æxlismyndandi áhrif mögnunar 8p12-p11litninasvæðisins knúin áfram af offramleiðslu ERLIN2 gensins?“.

dr. Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor í erfðafræði, fyrir verkefnið „Erfðamynstur og sjúkdómshorfur í brjóstakrabbameini tengd sértækri meðferð“.

dr. Rósa Björk Barkardóttir, klínískur prófessor á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, fyrir verkefnið „Tengsl áhættusamsætna brjóstakrabbameins við genatjáningu í brjóstaæxlum og sameindameinafræðilega flokkun æxlanna“.

ValgarðurSigurðsson, doktorsnemi við HÍ, fyrir verkefnið „Bandvefslík umbreyting stofnfruma í brjóstkirtli“.

 

Heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir afhenti styrkina fyrir Göngum saman.

Í upphafi athafnarinnar söng 10 ára stúlka, Hólmfríður Hafliðadóttir tvö lög við góðar undirtektir. Félagar úr Karlakórnum Fóstbræður sungu fyrir viðstadda en þeir hafa stutt félagið frá upphafi með söng sínum við styrktarafhendingar.

Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman, Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra, Valgarður Sigurðsson, Rósa Björk Barkardóttir, Jórunn Erla Eyfjörð, Linda Viðarsdóttir og Inga Reynisdóttir styrktarþegar.

Hólmfríður Hafliðadóttir söng fyrir gesti.