Skip to main content

Styrkir 2011

Föstudaginn 28. október 2011 veitti Göngum saman íslenskum rannsóknaraðilum á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini styrki að fjárhæð rúmlega 5 milljónir króna.

Styrkurinn skiptist á milli fjögurra aðila:

Guðrún Birna Jónsdóttir, meistaranemi, fyrir verkefnið „Örflögugreining á æxlismerkjum sem tengjast sjúkdómshorfum í brjóstakrabbameini“.

Jenný Björk Þorsteinsdóttir, líffræðingur HÍ, fyrir verkefnið „Starfræn skilgreining á frumulínum sem bera BRCA2 stökkbreytingar“.

Margrét Aradóttir, meistaranemi, fyrir verkefnið „Lengd litningaenda í brjóstakrabbameinum á Íslandi“.

Sævar Ingþórsson, doktorsnemi, fyrir verkefnið „Hlutverk EGFR í framþróun brjóstakrabbameins“.