Göngum saman veitti íslenskum rannsóknaraðilum á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini rannsóknarstyrki að fjárhæð 10 milljónir króna í október 2012. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 32 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á fimm árum. Við styrkveitinguna söng og spilaði á hljómborð Ingibjörg Helga Steingrímsdóttir nemandi í MR og oktettinn Einn tvöfaldur úr Karlakórnum Fóstbræðrum gladdi einnig viðstadda með söng sínum.
Styrkurinn í ár skiptist á milli fimm aðila:
Eiríkur Briem: „Hlutverk micro-RNA í greinóttri formmyndum og bandvefsumbreytingu brjóstkirtils“.
Rósa Björk Barkardóttir: „Leit að nýjum áhrifagenum krabbameins í fjölskyldum með háa tíðni meinsins í brjósti“.
Sigríður Kara Böðvarsdóttir: „Lengd telomer raða í litningaendum og endasamruni telomera í brjóstæxlum“.
Stefán Sigurðsson: „Hlutverk BRCA2 við DNA vaxtarkvíslar“.
Tobias Richter: „Hlutverk æðaþels og millifrumuefnis í greinóttri formgerð brjóstkirtils“.