Vopnafjörður

Gengið af stað frá Kaupvangskaffi kl. 11:00.
Eftir göngu verður seld súpa og brauð.
Skemmtilegur varningur til styrktar grunnrannsóknum á
brjóstakrabbameini verður til sölu á staðnum fyrir og eftir göngu.

Neskaupstaður

Lagt verður af stað frá íþróttahúsinu klukkan 11:00.
Göngum eftir veðri og vindum, þar sem mismunandi gönguleiðir verða í boði eftir aðstæðum. Endum aftur við íþróttahúsið þar sem verður boðið upp á hressingu.
Zumba og jógateygjur við allra hæfi, fyrir og eftir göngu.
Fjarðabyggð býður öllum göngugörpum í sund eftir gönguna.
Varningur til styrktar Göngum saman verður til sölu í Nesbæ
á föstudeginum frá 16:00 – 18:00 og fyrir og eftir göngu á göngustað.

Reyðarfjörður

Göngum frá Stríðsárasafninu kl. 11 eftir veðri og vindum og getu hvers og eins.
Forsala á varningi til styrktar Göngum saman fer fram í Molanum föstudaginn 12. maí frá 14-18 og laugardaginn 13. maí frá 12-17. Frítt er í gönguna en varningur verður einnig til sölu á göngustað og tekið við frjálsum framlögum.
Svaladrykkir í boði Ölgerðarinnar að göngu lokinni og Fjarðabyggð býður gönguhrólfum frítt í sund á Eskifirði og Neskaupstað á Mæðradaginn.

Höfn

Gengið verður frá sundlauginni kl 11.00 og í ár verður farin ein vegalengd, 4 km.
Létt upphitun og jóga fyrir gönguna.
Göngugarpar fá frítt í sundlaugina að göngu lokinni.
Gangan er gjaldfrjáls en tekið er á móti frjálsum framlögum.
Flottur söluvarningur og skemmtileg stemning!