Göngum saman hópurinn stóð fyrir göngu þar sem fólk hittist við Nesstofu á Seltjarnarnesi sunnudaginn 9. sept. 2007. Rúmlega 300 manns tóku þátt í göngunni með okkur í yndislegu veðri en hægt var að velja milli þess að ganga um 5 km hring og styttri hring með því að sleppa göngu kringum golfvöllinn. Eftir gönguna var fólki boðið upp á súpu, brauð, sódavatn og prins póló. Göngum saman konurnar blönduðu góðgæti í pott daginn áður (sjá súpuuppskrift hér að neðan) og fyrirtæki veittu stuðning með gænmeti, öðru súpugóðgæti, brauði, vatni og prins pólói. Óskað var eftir 2.000 króna framlagi fyrir fullorðna.
Göngum saman súpan
Grænmeti: Gulrætur, sveppir, brokkolí, blaðlaukur, paprika o.fl. eftir smekk
Krydd: Nomu Indian, salt, karrí, kóríander (helst ferskt), steinselja (helst fersk).
Niðursoðnir saxaðir tómatar, 3 dósir
Kókósmjólk, 2 dósir
Tómatpúrra, 2 dósir
Grænmetissafi, 1 lítri
Grænmetiskraftur (t.d. Organic Vegetable Bouillon frá Rapunzel, fæst í Hagkaup)
Vatn 1 lítri
Matreiðslurjómi
Grænmeti skorið niður smátt og steikt í olivuolíu ásamt þurrkryddi. Allt annað nema rjóminn sett út í og látið sjóða. Rjóminn settur saman við í lokin. Síðan má krydda eftir smekk og einnig setja pasta út í.
Verði ykkur að góðu!