Hveragerði

Í ár er gengið í Hveragerði. Gangan hefst við verslunarmiðstöðina við Sunnumörk. Þaðan verður gengið í gegnum bæinn upp sundlaugarbrekkuna og meðfram Reykjafjalli og endað aftur í Sunnumörkinni þar sem varningur verður til sölu.

Höfn

Gengið verður frá sundlauginni kl 11.00 og í ár verður farin ein vegalengd, 4 km.
Létt upphitun og jóga fyrir gönguna.
Göngugarpar fá frítt í sundlaugina að göngu lokinni.
Gangan er gjaldfrjáls en tekið er á móti frjálsum framlögum.
Flottur söluvarningur og skemmtileg stemning!
Öll fjölskyldan hjartanlega velkomin.