Fréttir berast um ýmis veður í Mæðradagsgöngu Göngum saman sem fór fram víða um land á sunnudagsmorgun. Á Vesturlandi og á Vestfjörðum gallaði fólk sig upp og lét veðrið ekki stoppa sig þó mörgum hafi eflaust þótt freistandi að kúra inni í hlýjunni. Í Stykkishólmi fréttist af hálfgerðum snjókörlum og Ísfirðingar börðust móti vindinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Það er mikilvægt fyrir Göngum saman að finna kraftinn alls staðar og hversu mikið fólk leggur á sig til að ganga saman fyrir það verðuga málefni sem félagið stendur fyrir.