Skip to main content
All Posts By

a8

Aðalfundur Göngum saman 11. mars

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman verður haldinn mánudaginn 11. mars nk. kl. 17:00 í sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Dagskrá:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

5. Ákvörðun árgjalds.

6. Önnur mál.

Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

Með bestu kveðju, Stjórn Göngum saman.

Vikulegar göngur

Eftir Fréttir

Á mánudögum kl. 20:00 í Reykjavík sjá viðburðadagatal á heimasíðunni og facebooksíðu Göngum saman

Á þriðjudögum kl. kl. 17:00 sjá Facebook: þriðjudagshópur GS

Jólakúlur fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Kærir vinir Göngum saman,  Árni og Ómar í Upplifun – blómabúðinni í Hörpu,  gáfu Göngum saman 300 pakka af dásamlega fallegum jólakúlum og hver einasta króna rennur því beint í rannsóknasjóð okkar.

Ilmkerti og vatnslitamyndir til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Á kvennafrídaginn miðvikudaginn 24. október verður gleðistund í versluninni hjá Hlín Reykdal, þar sem sala hefst á dásamlegum ilmkertum fyrir Göngum saman og einnig verða til sýnis og sölu vatnslitamyndir í línu sem nefnist Brjóst.

Staðsetning:  Hlín Reykdal Stúdíó, Fiskislóð 75, 101 Reykjavík

Atburðurinn er milli kl. 16:00 og 18:00 og allir velkomnir.

Vinsamlegast deilið viðburðinum á facebook https://www.facebook.com/events/990275797848032/

Nánar um ilmkertið og vatnslitamyndirnar:

Ilmkertið Brjóstbirta var sérstaklega hannað af URÐ fyrir Göngum saman. Ilmurinn er ferskur, hreinn, kvenlegur, upplífgandi og veitir innblástur. Nafnið Brjóstbirta varð fyrir valinu því okkur finnst það svo fallegt og minnir á tilgang Göngum saman. Félagið safnar fé til rannsókna sem auka skilning okkar á uppruna og eðli krabbameins í brjóstum. Tilgangurinn er göfugur og bjartur.

Toppnótur Brjóstbirtu samanstanda af plómum og greipávexti. Hjartað samanstendur af sedrusviði og hvítum blómum. Grunnurinn samanstendur af sandalvið, vanillu og moskus.

Listakonan Linda Jóhannsdóttir sem starfar undir nafninu Pastelpaper vatnslitaði fallega brjóstmynd sem prýðir hvert glas. Brjóstamyndirnar hennar eru hluti af nýrri línu sem heitir einfaldlega Brjóst og rennur ágóði af sölu þeirra til Göngum Saman. Myndirnar eru unnar í blandaðri tækni þar sem meðal annars er unnið með vatnsliti, artliner og pastel.

Síðast en ekki síst sá André Visage, hönnuður hjá Wolftown, um uppsetningu og umbrot.

Styrkþegar 2018

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 11. október s.l. veitti styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 90 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins árið 2007.

Sjö aðilar fengu styrk að þessu sinni:

·       Anna Karen Sigurðardóttir, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands -1,5 milljón kr. til verkefnisins „Tjáning, stjórnun og virkni peroxidasins í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli“

·       Arsalan Amirfallah, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Role of autophagy gene VMP1 in breast tumorigenesis and resistance of HER2 positive tumors to therapy“

·       Bylgja Hilmarsdóttir,  náttúrufræðingur á meinafræðideild Landspítala -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Hlutverk PLD2 í brjóstakrabbameinum“

·       Hildur Knútsdóttir, nýdoktor við Johns Hopkins háskólann -1,5 milljón kr. til verkefnisins „Meinvarpamyndun í brjóstakrabbameini rannsakað með líkönum (rannsóknarstofu- og tölvulíkön): tengsl milli arfgerðar og svipgerðar“

·       Marta S. Alexdóttir, meistaranemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands -2,0 milljón kr. til verkefnisins „Áhrif próteinanna BMP og lysyl oxidasa í æðakerfi brjóstakrabbameina“

·       Ólöf Gerður Ísberg, doktorsnemi í Lyfjavísindum við Háskóla Íslands -1,0 milljón kr. til verkefnisins Massagreining smásameinda í brjóstakrabbameinsvef“

·       Snædís Ragnarsdóttir, meistaranemi Lífeindafræði við Háskóla Íslands -2,0 milljón kr. til verkefnisins Áhrif FANCD2 á sjúkdómshorfur og meðferð brjóstakrabbameina“

Styrkþegar 2018 f.v.

Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman: Anna Karen Sigurðardóttir, Ólöf Gerður Ísberg, Marta S. Alexdóttir, Hildur Knútsdóttir, Kolka Jónasdóttir f.h. móður sinnar Bylgju Hilmarsdóttur, Arsalan Amirfallah og Anna Karen Sigurðardóttir.

Bleikir bolir frá Usee studio fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Dásamlega fallegir bleikir bolir hannaðir af Usee studio hönnuðunum Helgu og Höllu fyrir Göngum saman voru frumsýndir og seldir í Akkúrat hönnunarbúð í Aðalstræti 2, Reykjavík í dag. Bolirnir seldust vel og einnig töskur og kort með sömu mynd og á bolunum.

Bleikir bolir til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman fagnar samstarfi við Usee studio hönnuði sem hafa hannað fallegan bleikan bol fyrir bleikan október. Frumsýning á bolnum verður í Akkúrat hönnunarbúð í Aðalstræti 2 miðvikudaginn 3. október kl. 17. Allur ágóði af bolasölu rennur í styrktarsjóð Göngum saman.

Frábær árangur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag

Eftir Fréttir

Fimmtíu og sjö manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman í dag og söfnuðu rúmum tveimur milljónum í áheit sem er stórkostlegur árangur og mikilvægur fyrir okkar góða málefni. Göngum saman þakkar þátttakendum innilega fyrir þátttökuna og öllum þeim sem hvöttu og veittu áheit er einnig þakkað af öllu hjarta!

Myndin er af okkar stórkostlega hvatningaliði, TAKK!!!