Skip to main content
Monthly Archives

desember 2009

HugurAx styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

HugurAx (www.hugurax.is) hefur í gegnum árin styrkt góðgerðar- og líknarmálefni með ýmsum hætti. Það er trú fyrirtækisins að takmörkuðum fjármunum sé betur varið fari þeir á einn stað í stað margra og veitir HugurAx því einn styrk í lok hvers árs, í stað þess að veita marga smærri styrki yfir árið.

Í ár er það Göngum saman og sameiginleg Jólaúthlutun Reykjavíkurdeildar Rauðakrossins, hjálparstarfs kirkjunnar og mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur sem hljóta styrkinn. Gunnhuldur Óskarsdóttir formaður tók við styrknum fyrir hönd Göngum saman.

Með kaupum á Avon snyrtivörum styrkir þú göngum saman

Eftir Fréttir

Avon umboðið á Íslandi styrkir Göngum saman. Við kaup á vörum frá Avon mun renna rausnarleg upphæð af hverri sölu til Göngum saman. Munið að við kaup þarf að nefna Göngum saman. Avon hefur framleitt vandaðar snyrtivörur í yfir 120 ár. Úrvalið er mikið: húðvörur, förðunarvörur, ilmvörur o.fl. Flottar jólagjafapakningar eru á tilboði nú fyrir jól. Avon, Dalvegi 16, Kópavogi (keyrt inn við Europris og innst inn í götuna)