Skip to main content
Monthly Archives

febrúar 2010

Vel heppnuð vasaljósaganga

Eftir Fréttir

Vasaljósaganga Göngum saman á safnanótt var einstaklega vel heppnuð enda lék veðrið við göngufólk. Gengið var frá Þjóðminjasafni og niður á Ægissíðu þar sem vasaljósin fengu að njóta sín. Göngufólk tók lagið í göngunni sem endaði í Vesturbæjarlaug sem var böðuð bleikum ljósum. Í anddyri Vesturbæjarlaugar var boðið upp á heitt súkkulaði.

Frumherji færir Göngum saman góða gjöf

Eftir Fréttir

Í dag afhenti Orri Hlöðversson forstjóri Frumherja Gunnhildi Óskarsdóttur formanni Göngum saman 500 vasaljós með merki félagsins. Ljósin sem Bros lét sérhanna fyrir Göngum saman, verða seld í Vasaljósagöngu félagsins á Safnanótt þann 12. febrúar n.k. Frumherji gefur ljósin sem seld verða á 1.000 krónur og rennur hver króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Orri notaði tækifærið þegar Gunnhildur var með bílinn sinn í skoðun hjá Frumherja að færa henni ljósin. Kann Göngum saman Frumherja bestu þakkir fyrir góða gjöf.