Skip to main content
Monthly Archives

júní 2009

Reykjavíkurmaraþonið – áheit: skráningargjald hækkar 2. júlí

Eftir Fréttir

Nú fer að líða að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem verður haldið
laugardaginn 22. ágúst.

Þann 2.júli næstkomandi hækkar skráningargjaldið í hlaupið. Félagar í Göngum
saman
ætla að ganga og hlaupa saman 10 og 21km. Við hvetjum sem flesta til að
taka þátt og skrá Göngum saman sem það góðgerðarfélag sem þeir vilja leggja lið.

Skráning fer fram á heimasíðu maraþonsins á marathon.is eða í gegnum islandsbanki.is

Auglýsing til að hvetja fólk til að leggja okkur lið er í pdf-skjalinu.

auglysing-marathon.pdf

Auglýsing eftir styrkumsóknum – Göngum saman 2009

Eftir Fréttir

Styrktarfélagið Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Áætlað er að veita allt að 5 milljónum króna til eins eða fleiri verkefna á árinu 2009.
Frá stofnun félagsins haustið 2007 hefur Göngum saman úthlutað alls 7
milljónum króna í rannsóknarstyrki, 3 milljónir árið 2007 og 4 milljónir árið 2008.

Umsóknir skulu berast í tölvupósti á netfangið styrkur hjá gongumsaman.is fyrir 1. september n.k. merkt: Styrkumsókn 2009.

Nánari upplýsingar um hvað þurfi að koma fram í umsóknum er að finna í pdf-skjalinu.

Auglysing-styrkur09.pdf

Nemendur í 10. bekk styrkja Göngum saman

Eftir Fréttir

Nemendur í 10. bekk Háteigsskóla í samvinnu við Félagsmiðstöðina 105 veittu Göngum saman 400 þúsund króna styrk við útskrift sína úr grunnskóla í dag. Krakkarnir höfðu m.a. safnað peningum með kossasölu á unglingaballi (50 kr. koss á kinn og 100 kr koss á munn),  kökubasar, áheitum í íþróttamaraþoni og með bolasölu en þau fengu til liðs við sig Nakta apann við hönnun og gerð mjög flottra stuttermabola sem seldust upp. Einnig unnu þau vandaða heimildamynd um Göngum saman og brjóstakrabbamein sem frumsýnd var í Háteigsskóla í maí s.l. við mjög góðar undirtektir. Göngum saman þakkar þessum frábæru ungmennum fyrir stuðninginn og dugnaðinn við að skipuleggja þetta átak og hrinda því í framkvæmd og öllum þeim sem lögðu þeim lið. Framlag þeirra mun renna beint í styrktarsjóð félagsins.