Skip to main content

Auglýsing eftir styrkumsóknum – Göngum saman 2009

Eftir júní 29, 2009Fréttir

Styrktarfélagið Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Áætlað er að veita allt að 5 milljónum króna til eins eða fleiri verkefna á árinu 2009.
Frá stofnun félagsins haustið 2007 hefur Göngum saman úthlutað alls 7
milljónum króna í rannsóknarstyrki, 3 milljónir árið 2007 og 4 milljónir árið 2008.

Umsóknir skulu berast í tölvupósti á netfangið styrkur hjá gongumsaman.is fyrir 1. september n.k. merkt: Styrkumsókn 2009.

Nánari upplýsingar um hvað þurfi að koma fram í umsóknum er að finna í pdf-skjalinu.

Auglysing-styrkur09.pdf