Kærar þakkir til allra sem hlupu fyrir Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu og ekki síður til þeirra sem hétu á hlauparana okkar.
39 hlupu fyrir félagið og samtals söfnuðu þau rúmlega 5 milljónum í styrktarsjóðinn.
Kærar þakkir til allra sem hlupu fyrir Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu og ekki síður til þeirra sem hétu á hlauparana okkar.
39 hlupu fyrir félagið og samtals söfnuðu þau rúmlega 5 milljónum í styrktarsjóðinn.
Hvatningastaður Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu verður eins og undanfarin ár á horninu á Lynghaga og Ægissíðu.
Takið daginn snemma og komið að hvetja hlauparana okkar. Hafið með ykkur eitthvað sem heyrist í, potta, sleifar, hrossabresti.
Fyrstu hlauparar leggja af stað frá Lækjargötunni kl. 8.40 og verða komnir á Ægissíðuna nokkrum mínútum síðar.
Svo má ekki gleyma að heita á þetta góða fólk á hlaupastyrkur.is
Stjórn Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á
brjóstakrabbameini. Áætlað er að veita allt að 15 milljónum króna í styrki á árinu 2023.
Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi við íslenska háskóla og
rannsóknastofnanir geta sótt um styrk. Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á
brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa né til ferðalaga.
Umsóknareyðublað og almennar upplýsingar um útfyllingu umsóknar má nálgast hér á hér á heimasíðunni.
Umsókn skal senda á netfangið styrkir@gongumsaman.is fyrir lok dags þriðjudagsins 5. september
2023. Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.
Styrkir eru veittir skv. áherslum félagsins og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna.
Göngum saman getur óskað eftir frekari upplýsingum og/eða farið fram á að umsækjendur kynni
verkefni sín áður en endanleg ákvörðun um styrkveitingu er tekin. Stjórn Göngum saman áskilur sér
rétt til að ákveða skiptingu styrkja, sem og að hafna öllum umsóknum.
Úthlutun styrkja fer fram í október en sá mánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023 fer fram 19. ágúst. Fjórar vegalengdir verða í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Að venju gefst þátttakendum kostur á að styrkja gott málefni með áheitasöfnun.
Göngum saman er eitt þeirra félaga sem hlauparar geta valið að styrkja og hefur maraþonið verið mikilvæg fjáröflunarleið síðustu ár.
Við hvetjum alla velunnara Göngum saman til að skrá sig á hlaupastyrkur.is og safna áheitum á Göngum saman.
Sjá nánar um vegalengdir og skráningargjald hér.
Mánudaginn 22. maí verður gengið frá Víkingsheimilinu í Fossvogi kl. 17.30. Á facebook síðu Göngum saman verða birtar upplýsingar um göngustað hverju sinni.
Á Akureyri er að venju gengið á þriðjudögum kl. 17. Fylgist með þriðjudagshóp GS á facebook til að fá nánari upplýsingar.
Á aðalfundi Göngum saman 2023, sem haldinn var í Hannesarholti 3. maí, var Linda Björk Ólafsdóttir kjörin formaður félagsins til tveggja ára.
Stjórn Göngum saman skipa nú:
Aðalfundur Göngum saman 2023 verður haldinn í Hannesarholti miðvikudaginn 3. maí kl. 17.30.
Dagskrá:
Mánudaginn 17. apríl verður gengið frá Neskirkju kl. 17.30. Á facebook síðu Göngum saman verða birtar upplýsingar um göngustað hverju sinni.
Á Akureyri er að venju gengið á þriðjudögum kl. 17. Fylgist með þriðjudagshóp GS á facebook til að fá nánari upplýsingar.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023 fer fram 19. ágúst. Fjórar vegalengdir verða í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þann 17. apríl hækkar skráningargjald svo það er um að gera að skrá sig fyrir þann tíma. Sjá nánar um vegalengdir og skráningargjald hér.
Að venju gefst þátttakendum kostur á að styrkja gott málefni með áheitasöfnun.
Göngum saman er eitt þeirra félaga sem hlauparar geta valið að styrkja og hefur maraþonið verið mikilvæg fjáröflunarleið síðustu ár.
Við hvetjum alla velunnara Göngum saman til að skrá sig á hlaupastyrkur.is og safna áheitum á Göngum saman.
Nýlegar athugasemdir