Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Styrkir 2021

Eftir Fréttir

Þann 28. október sl. veitti Göngum saman rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Alls námu styrkirnir í ár 10,5 milljónum króna. Þetta var í fjórtánda skipti sem Göngum saman veitir styrki og hefur þar með veitt alls nær 120 milljónum króna til brjóstakrabbameinsrannsókna.

Fjórir aðilar fengu styrk að þessu sinni:

Dr. Kristinn Ragnar Óskarsson, nýdoktor við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, hlaut 3 milljónir króna til verkefnisins „Skoðun á breytingu í bindingu krabbameinsvaldandi stökkbrigða af FoxA1 við litnisagnir“

María Rose Bustos, meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 2,7 milljónir króna til verkefnisins „Brjóstaæxli BRCA2999Δ5 arfbera“

Snædís Ragnarsdóttir, doktorsnemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 2,3 milljónir króna til verkefnisins „BRCA2 stökkbreyting, tap á villigerðarsamsætu og meðferð“

Dr. Snævar Sigurðsson, rannsóknasérfræðingur við Lífvísindasetur Háskóla Íslands hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins „Heildstæð úttekt á gena og prótín tjáningu í brjóstastofnfrumulínu D492 í tvívíðri og þrívíðri rækt og í myndun greinóttra formgerðar og bandvefsumbreytingu“

Styrkveitingin fór fram í Hannesarholti og söng tónlistarkonan Ingibjörg Steingrímsdóttir nokkur lög við það tækifæri.

Styrkveiting 2021

Eftir Fréttir

Frá stofnun Göngum saman árið 2007 höfum við veitt rúmlega 107 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Við höldum ótrauð áfram, þökk sé öllum þeim sem hafa lagt söfnun okkar lið, og í ár verður 10,5 milljónum veitt til vísindamanna á Íslandi.

Styrkveitingin verður í Hannesarholti fimmtudaginn 28. október kl. 17.30 og eru allir velkomnir.

Umsækjendur kynna verkefni sín

Eftir Fréttir
Fimmtudaginn 21. október kl. 18 munu fjórir umsækjendur um styrk úr vísindasjóði Göngum saman kynna verkefni sín fyrir félagsmönnum.
Kynningarnar verða í stofu HT-300 á þriðju hæð í Háskólatorgi HÍ. Gengið upp stigann við Bóksölu stúdenta.
Allir velkomnir.

Hamingjustund Göngum saman

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 7. október kl. 17 fögnum við hjá Göngum saman bleikum október með hamingjustund í Mengi, Óðinsgötu 2.

Gunnhildur Óskarsdóttir ávarpar gesti og Ólöf Arnalds flytur ljúfa tóna.

Boðið verður upp nýtt málverk eftir listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur  sem sigrast hefur á brjóstakrabbameini.

Óvenjuleg verk Huldu hafa náð miklum vinsældum á Íslandi og vakið athygli bæði hér heima og erlendis.

Gleðjumst saman og styrkjum gott starf. Drykkur og óvæntur glaðningur kemur með aðgöngumiðanum.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Maraþoni 2021 aflýst Hlauptu þína leið

Eftir Fréttir

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið aflýst í ár en samt er hægt að láta gott af sér leiða.

Sett hefur verið af stað átakið Hlauptu þína leið, þar sem hlauparar eru hvattir til að hlaupa sjálfir og safna styrkjum fyrir sitt góðgerðarfélag á vefnum hlaupastyrkur.is. Átakið stendur til 20. september.

Þeim sem höfðu hugsað sér að heita á hlaupara Göngum saman er bent á að styrkja má félagið beint þó ekki verði af fjöldahlaupinu.

Smelltu hér ef þú vilt styrkja vísindasjóð Göngum saman.

 

Styrkir til grunnrannsókna

Eftir Fréttir

Stjórn Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á
brjóstakrabbameini. Áætlað er að veita allt að 10 milljónum króna í styrki á árinu 2021.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi við íslenska háskóla og
rannsóknastofnanir geta sótt um styrk. Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á
brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa.

Umsóknareyðublað og almennar upplýsingar um útfyllingu umsóknar má nálgast hér á hér á heimasíðunni.

Umsókn skal senda á netfangið styrkir@gongumsaman.is fyrir lok dags mánudagsins 6. september
2021. Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.

Styrkir eru veittir skv. áherslum félagsins og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna.
Göngum saman getur óskað eftir frekari upplýsingum og/eða farið fram á að umsækjendur kynni
verkefni sín áður en endanleg ákvörðun um styrkveitingu er tekin. Stjórn Göngum saman áskilur sér
rétt til að ákveða skiptingu styrkja, sem og að hafna öllum umsóknum.

Úthlutun styrkja fer fram í október en sá mánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini