Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2018

Gleðilegt ár!! og skráning í Reykjavíkurmaraþon opnar

Eftir Fréttir

Gleðilegt ár og hjartans þakkir fyrir árið 2017 sem var sannarlega ánægjulegt í starfi Göngum saman en félagið varð 10 ára á árinu.

Það eru ekki ráð nema í tíma séu tekin og vakin er athygli á að skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefs á morgun 12. janúar.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 18. ágúst. Göngum saman er eitt af þeim góðgerðarmálum sem hægt er að taka þátt fyrir og heita á. Í fyrra tóku 72 þátt fyrir Göngum saman og söfnuðu rúmlega tveimur milljónum í styrktarsjóðinn. Maraþonið skiptir félagið miklu og því hvetjum við þig og þína til að taka þátt fyrir Göngum saman og leggja þannig lóð á vogarskálarnar fyrir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Áheitasöfnunin hefst um leið og skráning í hlaupið hefst þ.e. á morgun 12.janúar 2018. Opið verður fyrir skráningu áheita til miðnættis mánudaginn 20.ágúst 2018.