Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2018

Frábær árangur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag

Eftir Fréttir

Fimmtíu og sjö manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman í dag og söfnuðu rúmum tveimur milljónum í áheit sem er stórkostlegur árangur og mikilvægur fyrir okkar góða málefni. Göngum saman þakkar þátttakendum innilega fyrir þátttökuna og öllum þeim sem hvöttu og veittu áheit er einnig þakkað af öllu hjarta!

Myndin er af okkar stórkostlega hvatningaliði, TAKK!!!

Skilaboð til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngu

Eftir Fréttir

Skilaboð til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman Kæru þátttakendur. Innilegar þakkir fyrir að leggja okkar mikilvæga málefni lið. Þegar þið hafið lokið hlaupi er ykkur boðið í súpu í Hannesarholti, Grundarstíg 9, 101 Reykjavík (5 mín gangur frá Lækjargötu). Þar mun einnig bíða ykkur lítill þakklætisvottur frá Göngum saman fyrir þátttökuna.
Kærar kveðjur og gangi ykkur vel

Hvatningastaður Göngum saman – Lynghagi og Ægissíða

Eftir Fréttir

Hvatningastaður Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu verður eins og undanfarin ár á horninu á Lynghaga og Ægissíðu. Við hvetjum ykkur til að koma og hvetja okkar fólk, mætið með eitthvað sem heyrist í, potta, sleifar, hrossabresti … Þetta verður gaman!!! Fyrstu hlauparar eru að koma snemma eða um 8:50, leggja af stað frá Lækjartorgi kl. 8:40 svo endilega mætið tímanlega.

Skilaboð til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngu

Eftir Fréttir

Kæru þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman.Vinsamlegast setjið inn mynd af ykkur á áheitasíðuna ykkar og skrifið nokkur orð um hvers vegna málefnið er ykkur mikilvægt. Þetta er til að hægt sé að vekja athygli á þátttakendum og hvetja fólk til að heita á þá. Bestu kveðjur til ykkar allra.