Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2010

Margir dönsuðu saman til styrktar góðu málefni

Eftir Fréttir

S.l. laugardagskvöld fór fram í fyrsta skipti Brjóstaballið á vegum Göngum saman. Ballið tókst í alla staði mjög vel og það ríkti mikil gleði og stemming í skreyttum sal Iðnó. Melchior hóf kvöldið með ljúfum tónum og síðan tók hljómsveitin 5 á Richter við og hélt dönsurum við efnið. Andrea Jónsdóttir kláraði síðan kvöldið með góðri tónlist sem fólk dansaði við inn í nóttina.

Göngum saman þakkar öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd Brjóstaballsins. Sérstakar þakkir til tónlistafólksins, Andreu og aðstandenda Iðnó fyrir að gera félaginu mögulegt að bjóða upp á þessa nýjung í starfinu.