Skip to main content

Uppskrift nýju peysunnar sem Védís Jónsdóttir hannaði

Eftir apríl 12, 2024Fréttir

Védís Jónsdóttir hefur hannað gullfallega peysu fyrir Göngum saman í tilefni af fyrirhuguðum gönguviðburði í Þórsmörk 8. júní. Viðburðinn skipuleggur ferðaþjónustufyrirtækið Volcano trails í samvinnu við Göngum saman.  Þetta er þriðja gangan í Þórsmörk og Védís hannaði einmitt göngupils fyrir síðustu göngu.

Uppskrift af peysunni kostar kr. 2500 og er send rafræn. Einnig er hægt að fá uppskrift af pilsinu en hún kostar kr. 2000.
Athugið að uppskriftirnar eru einungis til einkanota.
Vinsamlega leggið inn á reikning Göngum saman. Kt. 650907-1750. Reikningur 301-13-304524.
Sendið kvittun á gongumsaman@gongumsaman.is.
Látið tölvupóstfang fylgja með og við sendum rafræna uppskrift.