Skip to main content
All Posts By

Margrét Baldursdóttir

Uppskrift nýju peysunnar sem Védís Jónsdóttir hannaði

Eftir Fréttir

Védís Jónsdóttir hefur hannað gullfallega peysu fyrir Göngum saman í tilefni af fyrirhuguðum gönguviðburði í Þórsmörk 8. júní. Viðburðinn skipuleggur ferðaþjónustufyrirtækið Volcano trails í samvinnu við Göngum saman.  Þetta er þriðja gangan í Þórsmörk og Védís hannaði einmitt göngupils fyrir síðustu göngu.

Uppskrift af peysunni kostar kr. 2500 og er send rafræn. Einnig er hægt að fá uppskrift af pilsinu en hún kostar kr. 2000.
Athugið að uppskriftirnar eru einungis til einkanota.
Vinsamlega leggið inn á reikning Göngum saman. Kt. 650907-1750. Reikningur 301-13-304524.
Sendið kvittun á gongumsaman@gongumsaman.is.
Látið tölvupóstfang fylgja með og við sendum rafræna uppskrift.

Gleðifundur á miðvikudag

Eftir Fréttir

Miðvikudaginn 10. apríl kl. 16 – 17.30 verður gleðifundur í verslun Handprjónasambandsins, Borgartúni 31.

Þar verður sýnd gullfalleg peysa sem Védís Jónsdóttir hannaði fyrir Göngum saman í tilefni af fyrirhuguðum gönguviðburði í Þórsmörk 8. júní. Viðburðinn skipuleggur ferðaþjónustufyrirtækið Volcano trails í samvinnu við Göngum saman.  Þetta er þriðja gangan í Þórsmörk og Védís hannaði einmitt göngupils fyrir síðustu göngu.

Við verðum með peysuna til sýnis og uppskrift til sölu á pappír – en hún verður einnig seld rafrænt. Kíkið við, krækið ykkur í uppskrift og garn og styrkið gott málefni. Hver einasta króna af sölu uppskriftarinnar fer í grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Hlökkum til að sjá ykkur í versluninni – og í peysunni í Þórsmörk í sumar.

Göngum saman í Þórsmörk

Eftir Fréttir

Laugardaginn 8. júní 2024 verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK. Markmið viðburðarins er að koma saman, njóta frábærrar útivistar í einstakri náttúru og safna um leið fé til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Ferðaþjónustufyrirtækið Volcano trails, í samvinnu við Göngum saman, hefur skipulagt frábæra dagskrá þar sem boðið verður upp á rútuferðir, göngu, grillveislu og kvöldvöku við varðeld.

Lagt verður upp frá Húsadal og gönguleiðsögn verður um tvær mismunandi leiðir. Tindfjallahringurinn er 12 km og fremur krefjandi með bröttum köflum og nokkurri hækkun en Merkurhringurinn er um 6 km fremur létt leið með aflíðandi brekkum og auðvelt að stytta leiðina frekar ef þörf krefur. Fyrir þá sem vilja jafnvel enn styttri útgáfu er lítið mál að rölta um á flatlendi og njóta útsýnisins við Húsadal eða ganga yfir í Langadal og mæta öðru göngufólki þar.

Þátttakendur greiða skráningargjald sem rennur óskipt í styrktarsjóð Göngum saman og Volcano trails leggur fram mótframlag. Þetta er í þriðja sinn sem Volcano trails leggur Göngum saman lið á þennan hátt.

Rútuferðir verða í boði frá Reykjavík, Selfossi, Hellu og Hvolsvelli en einnig verður boðið upp á ferð yfir Krossá fyrir þá sem koma þangað á eigin jeppa.

Fjölbreyttir gistimöguleikar eru í Húsadal ef fólk vill lengja dvölina í Mörkinni.

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Volcano trails.

Styrkveiting og uppskeruhátíð

Eftir Fréttir

Árleg styrkveiting Göngum saman verður mánudaginn 23. október í Hannesarholti og hefst kl. 17.

Veittar verða 15 milljónir til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á Íslandi.

Göngum saman þakkar öllum þeim sem hafa lagt söfnuninni lið og býður velunnurum að njóta uppskerunnar í Hannesarholti.

 

Kynning á umsóknum um rannsóknarstyrki

Eftir Fréttir

Umsækjendur um rannsóknarstyrki Göngum saman 2023 munu kynna verkefni sín miðvikudaginn 18. október kl. 17 .

Kynningarnar fara fram í stofu HT-300 á Háskólatorgi Háskóla Íslands. HT-300 er á þriðju hæð, gengið upp stiga við Bóksölu stúdenta.

Félagar eru hvattir til að mæta.

Hvetjum okkar fólk

Eftir Fréttir

Hvatningastaður Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu verður eins og undanfarin ár á horninu á Lynghaga og Ægissíðu.

Takið daginn snemma og komið að hvetja hlauparana okkar. Hafið með  ykkur eitthvað sem heyrist í, potta, sleifar, hrossabresti.

Fyrstu hlauparar leggja af stað frá Lækjargötunni kl. 8.40 og verða komnir á Ægissíðuna nokkrum mínútum síðar.

Svo má ekki gleyma að heita á þetta góða fólk á hlaupastyrkur.is