Skip to main content
Monthly Archives

febrúar 2009

Lógó Göngum saman tilnefnt til markaðsverðlauna Ímark

Eftir Fréttir

Lógó Göngum saman sem Sigurborg Stefánsdóttir hannaði fyrir félagið hefur verið tilnefnt sem besta lógóið í flokknum Vöru- og firmamerki hjá Ímark. Verðlaunaafhending Ímark fer fram föstudaginn 27. febrúar n.k.

Lógóið okkar með brjóstunum flottu hefur vakið mikla athygli og prýðir m.a. boli, höfuðklúta og kort sem seld eru til styrktar Göngum saman.

Formaðurinn í kynningarheimsókn

Eftir Fréttir

Formaður Göngum saman Gunnhildur Óskarsdóttir heimsótti ásamt Jórunni Erlu Eyfjörð prófessor við HÍ Breakthrough Breast Cancer samtökin í London til að kynna sér starfsemi samtakanna. Breakthrough var stofnað árið 1991 og hefur vaxið mjög síðan. Hægt er að nálgast upplýsingar um samtökin á heimasíðu þeirra. Gunnhildur hefur tekið saman punkta um heimsóknina og má nálgast þá hér:

Breakthrough_heimsokn2009.pdf.

Lífshlaupið – Við tökum þátt!

Eftir Fréttir

Í dag 4. febrúar hefst Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu. Guðný Aradóttir gönguþjálfarinn okkar er búin að stofna Göngum saman sem fyrirtæki á síðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is og búa til eitt lið fyrir okkur. Það heitir: Lið 1 mánudagsgöngur. Það mega vera 10 í hverju liði. Við getum bara stofnað fleiri lið og svo vilja kannski einhverjir taka sig saman og stofna sitt eigið lið innan Göngum saman. En ef þið farið inn á www.lifshlaupid.is þá getið þið tengst liði 1 mánudagsgöngur. Ef það er ekki orðið fullbókað í það. Annars stofnið þið bara nýtt lið undir Göngum saman.Ef einhverjir vilja láta okkur sjá um að skrá hreyfingu sína undir okkar liði þá má senda Guðnýju upplýsingar á gudny@stafganga.is og hún skráir ykkur og hreyfinguna ykkar. Eins má prenta út eyðublað sem er á síðu Lífshlaupsins og afhenda henni á mánudögum í göngunni okkar í Reykjavík.