Skip to main content
Monthly Archives

júlí 2008

Bolirnir slá í gegn!

Eftir Fréttir

Bolir með merki Göngum saman eru komnir í sölu og renna út, enda flottir! Bolur með kvensniði (aðsniðinn) kostar kr. 2.500 (S, M, L og XL) og bolur með ‘almennu sniði’ (beinn) kostar kr. 2.000 (S, M, L, XL og XXL).

Bolina er hægt að panta á netfanginu gongumsaman@gongumsaman.is eða í vikulegu göngunum í Reykjavík, Akureyri og Borgarnesi.

Allur ágóði af sölu bolanna rennur beint í styrktarsjóð Göngum saman.

 

Hægt er að ná í auglýsingu og teikningu af bolunum í meðfylgjandi skjali:

Gongumsaman-bolir.pdf

 

Frábærar fréttir: Gönguhópur í Borgarnesi!

Eftir Fréttir

 Í Borgarbyggð hafa um 50 konur skráð sig í gönguhóp sem gengur í Borgarnesi á mánudögum. Gengið er frá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl. 20:00 á mánudagskvöldum undir stjórn Guðrúnar Daníelsdóttur. Hópurinn stefnir að því að ganga í styrktargöngu Göngum saman í Elliðaárdalnum 7. september n.k. 🙂

 

Frábær stemning!

Eftir Fréttir

Á mánudagskvöldið gengu 25 manns (23 konur og 2 karlar)  í Laugardalnum og á þriðjudagskvöldið gengu 24 konur í Kjarnaskógi. Frábær stemning var á báðum stöðum 🙂

 

 

Hressandi ganga í rigningu í Kjarnaskógi

Eftir Fréttir

Þrátt fyrir rigninguna á Akureyri í gærkvöldi mættu nítján hressar konur í Kjarnaskóg og gengu í ausandi rigningu. Það verður gengið frá sama stað í næstu viku, þriðjudag kl. 19:30 og allir hvattir til að mæta.