Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2014

Göngum saman um allt land á mæðradaginn 11. mai nk

Eftir Fréttir

Styrktarganga Göngum saman verður haldin í áttunda sinn á mæðradaginn sunnudaginn 11. maí nk. Göngustaðir verða auglýsir þegar nær dregur en í Reykjavík verður gengið frá Skautahöllinni í Laugardag kl. 11:00.

Takið daginn frá, mætið í göngu og takið vini og vandamenn með.

Hlín Reykdal hannar lyklakippur fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman  og hönnuðurinn Hlín Reykdal munu í apríl selja lyklakippu sem Hlín hefur hannað fyrir félagið og mun ágóði af sölu hennar renna í rannsóknasjóð félagsins. Fimmtudaginn 10. apríl verður hamingjustund í versluninni Kiosk á Laugavegi 65 frá klukkan 17 til 19 þar sem lyklakippan verður frumsýnd. Lyklakippan verður í framhaldinu til sölu í versluninni Kiosk út apríl eða meðan birgðir endast.

Hlín Reykdal er óþarfi að kynna svo þekkt er hún fyrir hönnun ýmiskonar fylgihluta svo sem hálsmena og armbanda. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2009, með B.A. gráðu í fatahönnun og er einn af eigendum og stofnendum verslunarinnar KIOSK sem er á Laugavegi 65.