Skip to main content
Monthly Archives

desember 2011

Gjöf í minningu Kristbjargar Marteinsdóttur

Eftir Fréttir

Glerlistaverkið Dropinn eftir listakonuna Höllu Har var í gær sett upp í kaffistofu á 1. hæð húss Háskólans í Reykjavík. Verkið er gjöf til Göngum saman frá listakonunni og ættingjum Kristbjargar Marteinsdóttur (12.12.1964-11.11.2009) en hún var félagi í Göngum saman og var í meistaranámi í lýðheilsufræðum við HR þegar hún lést af völdum brjóstakrabbameins. Söfnun hefur staðið yfir vegna verksins og í gær upphæðin komin í 1,5 milljónir króna sem rennur óskert í styrktarsjóð félagsins.

Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn.
Reikningsnúmer: 372-13-302703
Kennitala: 650907-1750

Göngum saman þakkar innilega þessa ómetanlegu gjöf og öllum þeim sem hafa lagt verkefninu lið.

Göngum saman, aðventan og jólafríið

Eftir Fréttir

Vikulegar göngur Göngum saman fara í jólafrí í vikunni, síðsta gangan í Reykjavík er mánudaginn 12. desember og á Dalvík þriðjudaginn 13. desember. Akureyringar eru þegar komnir í frí en auglýst verður hér á heimasíðunni þegar göngur hefjast á ný eftir áramót.

Sú hefð hefur skapast í Reykjavík að ganga frá Fríkirkjunni í desember og enda síðustu gönguna á Austurvelli þar sem sungin eru jólalög við jólatréð og nokkrir félagar mæta með heitt súkkulaði og smákökur. Það er alltaf notaleg stemming og við hvetjum fólk til að fjölmenna annað kvöld við Fríkirkjuna kl. 20.

Fallegu kortin eftir Sigurborgu Stefánsdóttur eru nú fáanleg með jólakveðju. Hægt verður að nálgast þau í göngunni 12. des.