Skip to main content
Monthly Archives

október 2021

Styrkir 2021

Eftir Fréttir

Þann 28. október sl. veitti Göngum saman rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Alls námu styrkirnir í ár 10,5 milljónum króna. Þetta var í fjórtánda skipti sem Göngum saman veitir styrki og hefur þar með veitt alls nær 120 milljónum króna til brjóstakrabbameinsrannsókna.

Fjórir aðilar fengu styrk að þessu sinni:

Dr. Kristinn Ragnar Óskarsson, nýdoktor við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, hlaut 3 milljónir króna til verkefnisins „Skoðun á breytingu í bindingu krabbameinsvaldandi stökkbrigða af FoxA1 við litnisagnir“

María Rose Bustos, meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 2,7 milljónir króna til verkefnisins „Brjóstaæxli BRCA2999Δ5 arfbera“

Snædís Ragnarsdóttir, doktorsnemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 2,3 milljónir króna til verkefnisins „BRCA2 stökkbreyting, tap á villigerðarsamsætu og meðferð“

Dr. Snævar Sigurðsson, rannsóknasérfræðingur við Lífvísindasetur Háskóla Íslands hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins „Heildstæð úttekt á gena og prótín tjáningu í brjóstastofnfrumulínu D492 í tvívíðri og þrívíðri rækt og í myndun greinóttra formgerðar og bandvefsumbreytingu“

Styrkveitingin fór fram í Hannesarholti og söng tónlistarkonan Ingibjörg Steingrímsdóttir nokkur lög við það tækifæri.

Styrkveiting 2021

Eftir Fréttir

Frá stofnun Göngum saman árið 2007 höfum við veitt rúmlega 107 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Við höldum ótrauð áfram, þökk sé öllum þeim sem hafa lagt söfnun okkar lið, og í ár verður 10,5 milljónum veitt til vísindamanna á Íslandi.

Styrkveitingin verður í Hannesarholti fimmtudaginn 28. október kl. 17.30 og eru allir velkomnir.

Umsækjendur kynna verkefni sín

Eftir Fréttir
Fimmtudaginn 21. október kl. 18 munu fjórir umsækjendur um styrk úr vísindasjóði Göngum saman kynna verkefni sín fyrir félagsmönnum.
Kynningarnar verða í stofu HT-300 á þriðju hæð í Háskólatorgi HÍ. Gengið upp stigann við Bóksölu stúdenta.
Allir velkomnir.

Hamingjustund Göngum saman

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 7. október kl. 17 fögnum við hjá Göngum saman bleikum október með hamingjustund í Mengi, Óðinsgötu 2.

Gunnhildur Óskarsdóttir ávarpar gesti og Ólöf Arnalds flytur ljúfa tóna.

Boðið verður upp nýtt málverk eftir listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur  sem sigrast hefur á brjóstakrabbameini.

Óvenjuleg verk Huldu hafa náð miklum vinsældum á Íslandi og vakið athygli bæði hér heima og erlendis.

Gleðjumst saman og styrkjum gott starf. Drykkur og óvæntur glaðningur kemur með aðgöngumiðanum.

Við hlökkum til að sjá ykkur.