Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2013

Umsóknir í styrktarsjóðinn til 1. september

Eftir Fréttir

Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í sjöunda sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta allt að 8 milljónum króna.

Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 1. september 2013. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðu félagsins: styrkumsokn_gongumsaman_2013.doc

Umsókn skal senda sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2013 -.

Sjötíu og fjórir tóku þátt í Reykjavikurmaraþoninu fyrir Gön

Eftir Fréttir

Sjötíu og fjórir tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman. Áheitasöfnun hefur gengið mjög vel en hægt er að heita á hlaupara til mánudags og því er ekki ennþá komin endanleg tala yfir það hversu mikið safnaðist.

Göngum saman þakkar innilega öllum hlaupurum yfir þátttökuna og einnig öllum þeim sem hétu á þá. Hvatningaliðinu á horninu á Ægissíðu og Lynghaga er þakkað fyrir hvatninguna og einnig öllum öðrum sem hafa hvatt hlauparana til dáða. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur.

Skilaboð til Göngum saman hlaupara!

Eftir Fréttir

 

Kæri hlaupari
Við viljum byrja á að þakka þér fyrir stuðninginn við Göngum saman. Félagið hefur notið góðs af hlaupastyrkjum í Reykjavíkurmaraþoni undanfarin ár en á síðasta ári söfnuðust 1.017.065 krónur til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Nú þegar aðeins einn dagur er til stefnu hafa 64 hlauparar skráð sig til að hlaupa fyrir félagið og tvö fjögurra manna boðhlaupslið og nú þegar hafa 922 þúsund krónur hafa safnast í áheit.

Síðustu daga höfum við farið með bleik buff til þeirra sem ætla að hlaupa til styrktar Göngum saman. Því miður höfum við ekki heimilisföng hjá öllum og ekki heldur netföng þannig að ekki hafa allir hlauparar fengið buffin sín. Endilega hafðu samband við Ellu í síma 897 7409 til að nálgast buffið þitt.

Við munum einnig vera með hvatningarlið á horni Ægissíðu og Lynghaga og lofum miklu stuði þegar við sjáum hlaupara með bleiku buffin. Endilega hvettu þitt fólk til að koma og hvetja okkur!

Öllum þeim sem taka þátt í maraþoninu fyrir Göngum saman er boðið í súpu í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík frá 11:30 á laugardaginn. Vinsamlegast gefið ykkur fram við Ragnheiði Jónsdóttur, hún verður á staðnum.
Gangi þér vel!

Göngum saman

Mikill stuðningur við félagið í Reykjavíkurmaraþoninu

Eftir Fréttir

Það styttist í Reyjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Göngum saman á stóran hóp stuðningsfólks sem ætlar að hlaupa fyrir félagið – TAKK hlauparar.

Nú þegar eru rúmlega 60 hlauparar að safna fyrir félagið auk tveggja boðhlaupsliða og alls ætla þau að fara 965 km. Það er mjög mikilvægt fyrir félagið að finna fyrir þessum mikla stuðningi. Og margir leggja þeim lið með því að heita á þau. Þegar hefur nærri einni milljón verið heitið á hlauparana sem safna fyrir félagið og við hvetjum fólk til að gera enn betur. ÁFRAM hlauparar.

Eins og fyrri ár verður stuðningsmannalið frá Göngum saman á horni Lynghaga og Ægissíðu til að hvetja hlauparana.

Heitum á hlauparana

Eftir Fréttir

Nú þegar hafa margir sýnt stuðning í verki við Göngum saman í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem haldið verður í Reykjavík 24. ágúst n.k. Í dag hefur rúmlega 500 þúsund krónum verið heitið á þá 45 sem ætla að hlaupa liðlega 600 km til stuðnings félaginu. Takk fyrir allir saman.

Og enn er rúmlega vika til stefnu og við hvetjum alla til að taka höndum saman og styrkja félagið enn frekar með því að heita á hlauparana og hvetja þá þannig áfram. Hér má sjá lista yfir þá sem hlaupa fyrir Göngum saman og þar eru leiðbeiningar um hvernig unnt er að heita á hlaupara.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 24. ágúst

Eftir Fréttir

Göngum saman er eitt af góðgerðarfélögunum sem taka þátt í Reykavíkurmaraþoni Íslandsbanka 24. ágúst nk. Félagar og aðrir velunnarar eru hvattir til að taka þátt fyrir félagið eða heita á þátttakendur sjá:

http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750